-
Einfaldar smørrebrød uppskriftir
Þessi færsla er kostuð af Abba Við fórum til Kaupmannahafnar fyrir ekki svo löngu þar sem við smökkuðum ófáar smørrebrød sneiðarnar. Það sem ég elska mest við að ferðast er að drekka í mig mismunandi matarmenningar, ég hreinlega að smakka nýjan og öðruvísi mat. Eftir að við komum heim hef ég verið með æði fyrir sólkjarna […]
Recipe by Linda -
Engifer og sítrónu skot kvefbani
5 mínÉg hef stundum gripið á það ráð þegar ég finn kvef hellast í mig að smella í svona engifer skot en mér finnst þetta alveg þræl virka. Einnig finnst mér þetta hjálpa til við að hreinsa líkamann af bjúg og þrota og smelli því í svona drykk þegar mig langar að hressa mig við. Það […]
Recipe by Linda -
Einföld og dúna mjúk ostakaka með þykkri og kröftugri súkkulaðimús toppi
1 klstÞessi færsla er kostuð af Dr. Oetker Ég hef áður sagt ykkur frá My Sweet Deli ostakökunum en mér þykir þær alveg ótrúlega góðar. Ég hef alltaf elskað bakaðar ostakökur og finnst mér þær miklu betri en þessar sem eru ekki bakaðar, allavega svona í flestum tilvikum, en þær taka alveg glettilega langan tíma að […]
Recipe by Linda -
Hugmyndir að jólaskreyttri borðstofu
Þessi færsla er kostuð af ILVA Í dag tók ég þátt í skemmtilegu verkefni með ILVA en ég fékk það verkefni að sjá um eitt útstillingarrými hjá þeim og jólaskreyta það. Á morgun er nefninlega Open By Night viðburður hjá þeim þar sem verslunin er opin frá kl. 10-22 og frábær tilboð í gangi á […]
Recipe by Linda -
Djúsí grænmetis lasagne með sveppum, spínati og nóg af osti
40 mínÞað sem gerir þetta lasagna einstaklega djúsí er að það er bæði kotasæla og rifinn mosarella í hverju einasta lagi, það er því eiginlega alveg löðrandi í osti ef satt best að segja. Ég skar sveppina niður í bita til að líkja eftir áferð hakks, en með því að þurr steikja þá verða sveppirnir stökkari. […]
Recipe by Linda -
Salat með grilluðum kjúkling, furuhnetum, vínberjum og fetaost kubbi
1 klstKjúklingasalat er með því einfaldara og hollara til þess að setja saman í eldhúsinu. Stútfullt af vítamínum, steinefnum og próteinum. Annað sem kjúklingasalöt eiga sameiginlegt er að þetta eru oft fallegir réttir og skemmtilegt að bera fram í matarboðum eða saumaklúbbum. Salat með grilluðum kjúkling, furuhnetum, vínberjum og fetaost kubbi 3 kjúklingabringur Bragðmikil kjúklingakryddblanda 250 […]
Recipe by Linda -
Bláberja muffins smoothie
5 mínFærslan er kostuð af OTA Ég hef núna átt Nutribullet blandara í 2 ár og hef notað hann a.m.k. 3x í viku í þennann tíma. Ég er rosalega ánægð með endinguna á tækinu mínu þar sem það sést nánast ekkert á tækinu sjálfu. Glösin voru sum orðin svolítið máð en það er eðlilegt fyrir plastglös […]
Recipe by Linda -
Whisky Grape kokteill
Ég er nýfarin að kunna meta viskí kokteila, þá ber hellst að nefna Whisky Sour sem ég hef smakkað hvað oftast. Ég er að fýla þennan örlítið ramma tón í viskíinu, skemmtileg tilbreyting frá því sem maður er vanur að smakka í kokteilum. Ég hef því aðeins verið að prófa mig áfram með kokteila sem […]
Recipe by Linda -
12 hugmyndir af bragðgóðum og einföldum fiskréttum
Hér er að finna allskonar fiskrétti sem eru í uppáhaldi hjá mér. Ég hef alltaf jafn gaman að því að búa til svona lista og rifja upp gamlar uppskriftir í leiðinni. Það vakna yfirleitt hjá mér minningar, hvernig það var þegar við fjölskyldan borðuðum þennan mat og hvernig stemmingin var. Eftir að hafa sett saman […]
Recipe by Linda -
Ostabakki með 5 mismunandi ostum
Það jafnast afar fátt við góðan ostabakka í forrétt að mínu mati. Ég alveg elska að narta í svona fallegan bakka á meðan eldað er, það skapast alltaf svo skemmtileg stemming í eldhúsinu. Ef ég á að vera hreinskilin þá er ég alveg líkeg líka til þess að fá mér osta og með því í […]
Recipe by Linda -
Heilsteikt dry age nauta ribeye a la mamma
u.þ.b. 4 tímarMamma mín er einn mesti snillingur í eldhúsinu sem ég veit um, og það eru flest allir sem þekkja hana sammála mér í því. Það er ekki að ástæðu lausu sem ég vinn sem matarbloggari en ég er einfaldlega alin upp í eldhúsi þar sem ég fékk bara góðan mat. Sem barn þá skipti það […]
Recipe by Linda -
5 ára Star Wars afmæli!
Í þessari færslu er að finna auglýsingu, en auglýsingin er af mínu frumkvæði vegna þess hve ánægð ég var með þjónustu fyrirtækisins. Sonur okkar varð 5 ára í gær! Ég er eiginlega ekki búin að melta það ennþá að ég eigi orðið 5 ára gamalt barn, finnst stundum tíminn líða aðeins of hratt. Hann er […]
Recipe by Linda -
Stílisering fyrir vínkynningu Rémy Martin koníak
Mér bauðst svo skemmtilegt verkefni um daginn en mér bauðst að stílisera viðburð fyrir eitt glæsilegasta koníakið á markarnum í dag, Rémy Martin. Hlutverk mitt sem stílisti viðburðsins var að kaupa öll hráefni sem þurftu að vera á viðburðinum, alla diska, áhöld, sá um að panta blóm og allt annað sem þurfti til að hafa […]
Recipe by Linda -
Heimabakað fjölkornabrauð
1 klstÞessi færsla er kostuð af OTA. Ég er alltaf að reyna að borða hollt, finna einfalda leiðir til þess að innleiða heilsusamlega fæðu inn í matinn sem ég er nú þegar að borða. Ég hef komist að því að það hentar mér ekki að hvolfa matarræðinu mínu og gera stórkostlegar breytingar þegar mig langar að vera […]
Recipe by Linda -
Klassísk Tiramisu eins og hún gerist best!
4 klst og 30 mínÉg er forfallinn Tiramisu aðdáandi og ef ég sé þennan klassíska eftirrétt á matseðli á veitingastað þá þarf ég heldurbetur ekki langan umhugsunarfrest til þess að ákveða hvað ég ætla að fá mér. Þessi ljúffengi eftirréttur heillar mig bara alveg upp úr skónum fyrir það að vera einstaklega bragðgóður, ekki of sætur, fallegur og silki […]
Recipe by Linda -
Granóla smákökur með sjávarsalti
45 mínÉg gerði þessar smákökur um daginn en þær voru alltof góðar til að deila ekki uppskriftinni með ykkur! Granóla smákökur 225 g smjör við stofuhita 1 ½ dl púðursykur ½ dl sykur 2 stór egg 1 tsk vanilludropar 2 ½ dl hveiti 1 tsk lyftiduft ¼ tsk salt 5 dl granóla með heslihnetum og döðlum 1 […]
Recipe by Linda -
Freyðivínskokteill sem fagnar haustinu
Kokteill helgarinnar fagnar sko sannarlega sólríka haustinu! Freyðivínskokteill sem fagnar haustinu 100 ml Prosecco 30 ml vodka ½ dl bláber Smá sítrónusafi (u.þ.b. 1 tsk) Smá sykur síróp (u.þ.b. 1 tsk) Lítil skvetta af Cointreau (u.þ.b. 2 tsk) Klakar Aðferð: Setjið klaka og bláber í glas. Setjið næst vodka, sítrónusafa, sykursíróp, cointreu og fyllið svo upp […]
Recipe by Linda -
Bleikt Prosecco Spritz
Þessi drykkur er afar elegant, fallegur en síðast en ekki síst bragðgóður! Bleikur Prosecco Spritz 30 ml Larios jarðaberja gin Nokkur hindber kramin í botninn Prosecco fyllt upp glösin Nokkur heil hinber og klakar til að skreyta Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð […]
Recipe by Linda -
Grænmetisbollu spagettí með kirsuberjatómötum og fersku basil
Þetta grænmetisbollu spagettí er með því einfaldara sem hægt er að smella saman í eldhúsinu, en bragðið er heldur ekkert slor! Grænmetisbollu spagettí með kirsuberjatómötum og fersku basil 250 g spagettí ¼ laukur, smátt skorinn 5-7 sveppir 3 litlir hvítlauksgeirar eða 2 venjulegir 250 g kirsuberjatómatar 500 ml tilbúin pastasósa sem þér finnst best Oreganó […]
Recipe by Linda -
8 hugmyndir að áleggi á hrökkbrauð
Hrökkvrauð er næringarríkt og bragðgott og því nýt ég þess að borða það með góðri samvisku. Ég veit að ég er að næra líkamann minn vel með hverjum bita. Hver sneið er 18% prótein og 14% trefjar sem er með hærri hlutföllum sem ég hef séð. Vegna þess að ég hef lítið borðað á daginn […]
Recipe by Linda -
Prosecco gin kokteill
Fáguð útfærsla af hinum klassíska gúrku G&T sem allir Prosecco aðdáendur verða að smakka. Prosecco gin kokteill: Fullt glas af klökum 4-5 gúrku sneiðar 20 ml gin Fylla glasið með Prosecco Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd […]
Recipe by Linda -
Fljótleg og einföld blómkálssúpa í einum potti
30 mínVinir mannsins míns komu til okkar í gær og voru að hjálpa okkur að ganga frá á lóðinni fyrir haustið. Hér er nefninlega verið að klára að klæða húsið okkar og ganga frá öllu utan dyra. Eins og svo oft áður þegar vinir okkar koma að hjálpa þá er þeim að sjálfsögðu boðið í mat. […]
Recipe by Linda -
Fjórar heimagerðar kryddolíur
Kryddolíur eru frábærar til þess að bragðbæta mat og hægt að nota í almenna matargerð. Mitt uppáhald er að dreifa henni ydir pizzur og pasta en það er einnig gott að setja kryddolíur ofan á salat og nota í marineringu. Kryddolíur eru líka svo fallegar og þess vegna gaman að bera þær fram á borð. […]
Recipe by Linda -
Passoa Moscow Mule
Það er alltaf jafn gaman að poppa upp á klassíska kokteila og finna nýjar og skemmtilegar útfærslur til þess að breyta til. Með því að skipta vodkanum út fyrir Passoa er maður kominn með alveg frábæra útgáfu af þessum drykk sem ég held að flestir kunnast við, ástaraldinið í Passoa-nu og engifer passa nefninlega alveg ótrúlega vel […]
Recipe by Linda