-
Appelsínuguli ónæmisstyrkjandi drykkurinn – Engifer og appelsínu smoothie
5 mínHér höfum við alveg virkilega ljúffengan smoothie sem er einstaklega “creamy”, mildur og mjúkur með örlitlu kikki. Hann inniheldur hráefni sem eiga það sameiginlegt að styrkja ónæmiskerfið okkar svo sem jógúrt með ab-gerlum, c-vítamín ríka appelsínu og gulrætur, engifer og túrmerik. Það er einnig gott að setja örlítið af svörtum pipar en hann hjálpar meltingarfærunum […]
Recipe by Linda -
Sætkartöflu og mangó grænmetisréttur með kryddaðri vegan skyrsósu
30 mínSætkartöflu og mangó grænmetisréttur með kryddaðri vegan skyrsósu er próteinríkur og næringarríkur grænmetisréttur. Hann er afskaplega einfaldur en hann inniheldur sætar kartöflur, svartar baunir, mangó og kóríander. Svo er sósan útbúin úr hafraskyrinu frá Veru með lime og kókos bragðinu. Maður blandar sriracha sósu saman við skyrið og kryddum, hellir sósunni svo yfir grænmetið og […]
Recipe by Linda -
Ferskt túnfiskasalat (án eggja)
10 mínEf þú elskar ferskleika þá þarft þú að prófa þetta ferska túnfiskasalat. Það er ótrúlega djúsí og gott en á sama tíma létt, ferskt og ljúffengt. Það líkist klassísku tínfiskasalati að því leiti að túnfisknum er blandað saman við majónes eins og við þekkjum, en svo setur maður helling af grænmeti út í salatið ogg […]
Recipe by Linda -
Heilsusamlegir hafraklattar með dökku súkkulaði
Hér höfum við alveg einstaklega góða hafraklatta sem eru merkilega hollir. Þeir innihalda m.a. haframjöl, gróft spelt, hunang, kanil og dökkt súkkulaði. Það er mjög gott að baka þessa hafraklatta og frysta. Taka svo einn og einn hafraklatta út til að taka með í nesti eða bara til að njóta þegar löngunin kemur yfir mann. […]
Recipe by Linda -
PB&J kaldur hafragrautur – með hnetusmjöri og sultu
1 klst (með biðtíma)Hér höfum við uppáhalds kalda hafragrautinn minn þessa stundina, hann er alveg einstaklega bragðgóður! Það sem ég elska við kalda hafragrauta er að maður getur gert þá með löngum fyrirvara og átt tilbúna inn í ísskáp þegar manni vantar eitthvað gott og mjög hollt. Það er líka upplagt að taka með sér kalda hafragrauta með […]
Recipe by Linda -
Geggjað góði hnetusmjörshummusinn
5 mínÞessi uppskrift varð til þegar ég og strákurinn minn (9 ára) vorum í fríi heima. Við vorum eitthvað að græja í eldhúsinu eins og svo oft áður, þróa uppskriftir fyrir síðuna, m.a. baka brauð og eitthvað fleira. Mér datt í hug að gera hummus með brauðinu, en honum leist alls ekki á þá hugmynd, hann […]
Recipe by Linda -
Áramótapartýbakkinn
Áramótapartýbakkinn er mættur! Ef þú ert að leita þér að einhverju sem þú getur smellt saman fyrir gamlárskvöld með lítilli fyrirhöfn en mun heilla alla gestina upp úr skónum þá er svona partýbakki ótrúlega sniðugur. Á partýbakka er mikilvægt að hafa fjölbreytt kjötálegg, mismunandi gerðir af ostum, ber og sultur. Mér finnst alltaf fallegast þegar […]
Recipe by Linda -
Áramótasnakksprengja með bræddum osti
20 mínÁramótasnakksprengja með bræddum osti er skemmtileg leið til að bera fram snakkið um áramótin. Uppskriftin er alveg einstaklega einföld en maður bræðir ost í ofni, ég notaði gullost núna en það er líka mjög gott að nota camembert (notaðu það sem þér þykir betra). Svo sker maður ostinn niður svo hann flæði um eldfastamótið, setur […]
Recipe by Linda -
Rauðrófu carpaccio
15 mínRauðrófu carpaccio er alveg einstaklega bragðgóður forréttur sem mun eflaust koma þér á óvart, hefur þú ekki smakkað það áður. Að minnsta kosti náði ég að koma fólkinu mínu verulega á óvart með þessum rétti. Þau eru öll mikið kjötfólk og elska hefðbundið carpaccio, þau voru því ekki alveg viss með þessa hugmynd hjá mér […]
Recipe by Linda -
Áramóta marengsstjörnur
1 1/2 klstHér höfum við alveg dásamlega góðar pavlovur sem eru gerðar eins og litlar áramótastjörnur. Maður þeytir marengsinn extra vel og setur hann í sprautupoka með stjörnustút. Svo sprautar maður honum svona um það bil í stjörnur (ekkert hafa áhyggjur af því að gera þær fullkomnnar, það er settur súkkulaðirjómi yfir svo það er nóg að […]
Recipe by Linda -
Dásamlegur forréttur með gröfnum og reyktum laxi
10 mínHér höfum við virkilega hátíðlegan forrétt sem er á sama tíma afskaplega léttur og ferskur. Fullkominn forréttur þegar maður vill eitthað létt í maga til dæmis fyrir þyngri máltíðir. Þetta er líka fljótlegur forréttur, en það tekur u.þ.b. 10 mín að smella honum saman. Grafni og reykti laxinn er borinn fram á salatbeði sem er […]
Recipe by Linda -
Jarðaberja og hvítt súkkulaði skyrterta – mjólkur- og eggjalaus
5 klstHér höfum við algjörlega dásamlega skyrtertu sem inniheldur engar mjólkurvörur né egg. Skyrtertan er virkilega mjúk og afar bragðgóð. Hún er ekki of sæt heldur fá öll hráefnin að njóta sín. Kakókexbotninn kemur með gott mótvægi við jarðaberja og hvíttsúkkulaði skyrkökudeiginu. Einstalega ljúffeng og vel heppnuð skyrterta sem ég held að þú eigir eftir að […]
Recipe by Linda -
Eitt Sett Sörumús
12 klstÞessi súkkulaðimús á rætur sínar að rekja til smákakanna sem við þekkjum mörg og elskum. Sörur eru órjúfanlegur hluti jólanna fyrir marga enda eru þær með eindæmum góðar og hátíðlegar smákökur. Söru súkkulaðimús gefur smákökunum ekkert eftir. Þessi uppskrift fæddist þegar ég ætlaði að fara baka sörur og var hálfnuð með verkið, þ.e. ég átti […]
Recipe by Linda -
Tiramisu ísterta
12 klstHér höfum við virkilega góða ístertu sem bragðast eins og Tiramisu. Ístertan er mjög sparileg og fáguð, hentar því vel við fínni tilefni þegar maður vill gera extra vel við sig. Ísinn sjálfur er blandaður saman við mascapone ostinn ítalska sem gerir hann silkimjúkann og örlítið þéttari sem kemur virkilega vel út. Lady finger kexkökum […]
Recipe by Linda -
Jóla mjúkir kanilsnúðar með bökuðum eplum og múslí
2 klstHér höfum við ljúffengu mjúku kanilsnúðana, sem við flest ættum að kannast við af síðunni, í bragðgóðum jólabúning! Snúðarnir eru gerðir úr fínu spelti og hrásykur notaður til þess að fá dýpra bragð. Snúðarnir eru svo fylltir með rauðum jólaeplum og múslínu frá Muna með kanil og eplum. Útkoman er hreint út sagt stórkostleg og […]
Recipe by Linda -
Hátíðlegur léttreyktur lambahryggur með ljúffengu meðlæti
2 klstHér höfum við afar hátíðlegan léttreyktur lambahrygg frá SS með ljúffengu meðlæti. Hann er algjörlega klassískur íslenskur jólamatur sem er kjörið að bera fram yfir hátíðarnar, hvort sem það er í jólaboðinu, á jólunum eða á áramótunum. Kjötið er afskaplega bragðgott og mjúkt. Lambahryggurinn er létt reyktur sem hentar vel fyrir þá sem fýla ekki […]
Recipe by Linda -
Einfaldar Piparkökuskreytingar
Að skreyta piparkökur er órjúfanleg jólahefð hjá okkur fjölskyldunni. Við skreytum bæði piparkökur og piparkökuhús og höfum rosalega gaman að þessu. Við notuðum skreytingarvörurnar frá Dr. Oetker í ár en það er svo mikið af fallegu og skemmtilegu skrauti frá Dr. Oetker. Við notuðum núna einhyringaskraut, litaðan glassúr, hvítan glassúr í túpu og kökuskraut meðal […]
Recipe by Linda -
Heimagert granóla með ristuðum möndlum og kókosflögum
1 klstHér höfum við einstaklega gott heimagert granóla með ristuðum möndlum og kókosflögum. Það er stökkt og bragðgott, inniheldur alveg fullt af hnetum og fræjum sem eru holl fyrir okkur. Það inniheldur aðeins einn dl hlynsíróp sem verður að teljast nokkuð lítið miðað við að mörg keypt granóla innihalda talsvert meiri sykur. Ristuðu kókosflögurnar og möndlurnar […]
Recipe by Linda -
Creme Brulée
4 klstHér höfum við uppskrift af eftirrétt sem er algjörlega einn af mínum allra uppáhalds, Creme Brulée! Þessi eftirréttur er algjör klassík sem á alltaf vel við. Creme Brulée 500 ml rjómi 1 stk vanillustöng Klípa af salti 5 eggjarauður 1 dl sykur + meira til að brenna ofan á Aðferð: Kveikið á ofninum og stillið á […]
Recipe by Linda -
Piparkökubrauð (v)
40 mínHér höfum við alveg dásamlega mjúkt og lúffengt piparkökubrauð sem er án eggja og mjólkur, það er einnig vegan. Það er afar einfalt að útbúa það en maður byrjar á því að blanda saman þurrefnunum og bætir svo brautu hráefnunum út í. Bakar svo brauðið í 30 mín og berð það svo fram með mjúku […]
Recipe by Linda -
Sykurlausar súkkulaðismjörsmákökur
5 klstHér höfum við alveg svakalega góðar sykurlausar smákökur, sem bragðast samt alveg eins og þær innihaldi sykur. Það eru líka aðeins 4 innihaldefni í þessum smákökum en þú þarft sykurlausa súkkulaðismjörið frá Good Good, egg, hveiti og sjávarsalt. Þessu hrærið maður öllu saman og kælir svo deigið í nokkra klukkutíma. Ef þolinmæðin er þér ekki […]
Recipe by Linda -
Heitt salt karamellu Doré súkkulaði
10 mínEf þú átt eftir að prófa nýja Doré karamellusúkkulaðið frá Nóa Síríus þá mæli ég með að þú gerir það hið snarasta, það er með eindæmum gott! Ég smellti í heitt Doré súkkulaði um daginn og vá hvað það var gott! Maður byrjar á því að hita mjólk og brýtur svo karamellusúkkulaðið út í, hrærir […]
Recipe by Linda -
Ostakaka í jólafötunum
12 klstÉg smakkaði nýja jólakremkexið frá Frón um daginn, Sæmundur í jólafötunum, og varð strax hugsað til hversu gott það væri að nota það í ostaköku. Ég ákvað að demba mér strax í málið og útkoman er hreint út sagt mjög jólaleg! Ég aðskildi kremi frá kexkökunum til að nota kremið í ostakökudeigið sjálft. Ég muldi […]
Recipe by Linda -
Litlar dill laxasnittur
10 mínHér höfum við alveg einstaklega góðar snittur sem saman stendur af nýja Finn Crisp snakkinu sem er með dill og graslauk, graflaxi, rjómaosti, capers og dilli. Maður byrjar á því að stappa capers saman við rjómaostinn, svo sker maður graflaxinn niður og raðar á Finn Crisp snakkið og toppar svo með rjómaostinum og skreytið með […]
Recipe by Linda