-
Hindberja humarsalat
Hindberja humarsalat sem kallar fram sumarið! Einstaklega djúsí og ljúffengt salat með hvítlauks marineruðum skelflettum humar, hinberjum, bláberjum, furuhnetum og fleira góðgæti. Það er afskaplega einfalt að smella þessu salati saman eins og svo mörgu öðru sem ég deili hér með ykkur á þessari síðu. Best er þó að smella humrinum í hvítlauks marineringu með […]
Recipe by Linda -
Sýrður rjómi og laukur snakk ídýfa
5 mínSýrður rjómi og laukur snakk ídýfa sem er betri en þú kaupir út í búð! Það er mjög einfalt að búa þessa ídýfu til og það tekur enga stund. Maður einfaldlega smellir öllum innihaldsefnum saman í skál og hrærir saman. Ídýfan inniheldur örlítið af tabasco sósu sem gerir hana algjörlega ómótstæðilega. Sýrður rjómi og laukur […]
Recipe by Linda -
Einfaldur grillaður lax í kókos og mangó marineringu með grilluðum grænmetis spjótum
1 kist og 30 mínEinfaldur grillaður lax í kókos og mangó marineringu með grilluðum grænmetis spjótum. Sumarlegur og ótrúlega góður réttur sem gott er að bera fram með griluðum sætum kartöflum og kaldri grillsósu. Marineringin er keypt tilbúin svo það eina sem þarf að gera er að leggja laxinn í marineringu og grilla hann svo ásamt grillspjótunum sem eru […]
Recipe by Linda -
Marengsterta með kókosbollu rjómafyllingu og berja toppi
3 klstMarengsterta með kókosbollu rjómafyllingu og berja toppi er algjörlega besta marengsterta sem ég hef smakkað lengi! Marengsinn sjálfur inniheldur bæði púðursykur og rice crispies sem gerir hann einstaklega góðan. Hann er svolítið eins og karamella og einstaklega bragðgóður! Uppskriftin af þessum botni er margra ára gömul frá mömmu minni og hefur verið bökuð óteljandi oft […]
Recipe by Linda -
Frozé – frosið rósavín
Frozé – frosið rósavín er tilvalið til að njóta núna þegar sumarið er alveg að fara mæta (frozé sagt með áherslu á e-ið, svona eins og frakkarnir segja rosé (rósavín)). Maður setjur einfaldlega rósavín í klakabox, frystir, svo setur maður klakana í blandara ásamt sykursírópi og blandar þar til maður er kominn með krap, svo […]
Recipe by Linda -
Rjómalagað basil pestó pasta með risarækjum
20 mínRjómalagað basil pestó pasta með risarækjum er einfaldur réttur sem tekur aðeins 20 mín að útbúa. Maður einfaldlega byrjar á því að sjóða pastað samkvæmt leiðbeiningum. Svo sameinar maður rjóma og pestó í pönnu, eldar hvítlauk og rækjurnar í sósunni og bætir tómötum út á, svo setur maður pastað út á pönnuna þegar það er […]
Recipe by Linda -
Súkkulaði french toast með berjum, kókos og möndlum
20 mínSúkkulaði french toast með berjum, kókos og möndlum er frábær réttur á morgunverðarborðið. Ég geri mér mjög oft French toast, ég elska hversu einfaldur og fljótlegur þessi réttur er og útkoman er alltaf góð! Til þess að gera súkkulaði french toast þarf maður einfaldlega að hræra saman tvö egg og hella Cocio súkkulaðimjólk út á, […]
Recipe by Linda -
Klassísk hjónabandssæla eins og hún var í gamla daga
1 klstKlassísk hjónabandssæla eins og hún var í gamla daga. Ég elska að fletta í gegnum gömlu uppskriftarbækurnar hennar mömmu og geri það reglulega. Það er bara eitthvað við þessar gömlu góðu uppskriftir sem lætur manni líða svo vel. Í uppskriftabókinni hennar mömmu eru líka bara góðar uppskriftir sem voru handskrifaðar inn í bókina. Þessi uppskrift […]
Recipe by Linda -
kjúklingabringur í jógúrt marineringu með raita sósu
Kjúklingabringur í jógúrt marineringu með raita sósu 200 ml grísk jógúrt frá Örnu Mjólkurvörum 1 tsk cumin 1 tsk chilli krydd 1 tsk paprika 2 hvítlauksgeirar Safi úr ½ sítrónu Salt og pipar 4 stk kjúklingabringur Raita sósa 300 ml grísk jógúrt frá Örnu Mjólkurvörum 1 lítið avocadó ½ agúrka mjög smátt söxuð 1 […]
Recipe by Linda -
Jalapenó osta fylltir grillaðir bbq hamborgarar
30 mínJalapenó osta fylltir grillaðir BBQ hamborgarar eru ótrúlega djúsí og fyrst og fremst hrikalega bragðgóðir. Ef þið langar að prófa eitthvað alveg nýtt þegar kemur að hamborgurum þá er þetta uppskriftin fyrir þig! Þvílík bragð bomba sem þessir hamborgarar eru! 👌 Þessir hamborgarar eru fylltir með jalapenó ostasmyrjunni sem ég setti hingað inn á síðuna […]
Recipe by Linda -
Marmarakaka með besta súkkulaði kreminu
Marmarakaka með besta súkkulaði kreminu er svo góð kaka, svolítið þétt og alls ekki of sæt. Súkkulaðikremið ofan á gerir hana svo að sjálfsögðu algjörlega ómótstæðilega! Byrjað er að því að hræra í kökuna, skiptir svo hvíta deiginu í tvennt og setjur kakó og kaffi í annan hlutan. Svo setur maður báða hlutana saman í […]
Recipe by Linda -
Jarðaberja og greipaldin kokteill
Jarðaberja og greipaldin kokteill sem er afar bragðgóður en jafnframt einfaldur kokteill. Kokteillinn hentar vel hvort sem fordrykkur eða í kokteilkeppnina hjá vinahópnum. Drykkurinn er útbúin með því að smella öllum hráefnum saman í kokteilhristara og hrista vel saman. Það er mikilvægt að eyða dálitlum tíma í að hrista svo eggjahvítan þeytist en þá kemur […]
Recipe by Linda -
Pastasalat með hunangs sinneps dressingu
15 mínPastasalat með hunangs sinneps dressingu sem er afar bragðgott og fljótlegt, þetta átt þú eftir að elska! Það er svo einfalt að smella þessu pastasalati saman og tekur enga stund að matbúa sem er alltaf vel þegið eftir viðburðarríkan dag. Það þarf bara að sjóða pastað, annars eru öll önnur hráefni tilbúin og þarf bara […]
Recipe by Linda -
Svakaleg þriggja hæða smákökudeigs kaka
Svakaleg þriggjahæða smákökudeigs kaka með súkkulaðibitum, alvöru smákökudeigi inn í kökunni sjálfri, hjúpuð með rjómaostakremi og skreytt með að lokum með meira smákökudeigi! Ef þú fýlar óbakað smákökudeig þá mun þessi kaka skilja þig eftir í alsælu! Engar áhyggjur samt ef þú ert ólétt eða vilt af einhverjum öðrum ástæðum ekki borða óbakað smákökudeig, þetta […]
Recipe by Linda -
Steik og franskar með trufflu bernaise sósu
Steik og franskar með trufflu bernaise sósu er réttur sem þú munt elska! Ég man alltaf eftir því þegar ég smakkaði þennan rétt í fyrsta skipti, ég og maðurinn minn vorum að ferðast um London, eftir mikið túristabrölt og búðarráp var ferðinni heitið inn í Harrods. Við vorum orðin ansi svöng og fórum inn í […]
Recipe by Linda -
Trufflu bernaise sósa
10 mínTrufflu bernaise sósa sem er afskaplega einföld og afar bragðgóð! Það er einfaldara en margir halda að búa til bernaise sósu, en að mínu mati mikla það alltof margir fyrir sér að búa til sína eigin sósu. Trixið er einfaldlega að þeyta eggjarauðurnar vel þar til þær eru orðnar léttar, ljósar og mynda borða. Hella […]
Recipe by Linda -
Einfaldar vanillu smákökur
40 mínEinfaldar vanillukökur sem er fullkomin fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í bakstrinum. Þessi uppskrift er fengin úr heimilisfræði stráksins míns sem er 6 ára, en kennarinn sendi krökkunum þessa uppskrift sem heimaverkefni. Hann gerði þær einn frá a-ö (fékk að sjálfsögðu hjálp við að taka þær út úr ofninum samt) og […]
Recipe by Linda -
Einfalt og fljótlegt kjúklinga fajitas
Einfalt og fljótlegt kjúklinga fajitas þar sem öllu er smellt saman á eina ofnplötu og bakað inn í ofni. Það er rosalega gott að bera það fram með heimgerðu guacamole, sýðrum rjóma, lime og fersku kóríander. Einfalt og fljótlegt kjúklinga fajitas 4 útbeinuð kjúklinglæri 1 rauð paprika 1 gul paprika 1 rauðlaukur Taco kryddblanda Ferskt […]
Recipe by Linda -
Silkimjúkur Espresso smoothie
Silkimjúkur Espresso smoothie sem frískar og þig upp og gefur þér orku! Smoothie drykkurinn inniheldur vanillu ab-mjólk, banana, vanillu próteinduft, espresso skot, hafra, chia fræ og fullt af klökum. Silkimjúkur Espresso smoothie 1 banani 1 espresso skot (sterkur lítill kaffibolli) 2 msk hafrar 1 skeið vanillu prótein 1 msk chia fræ 2 dl vanillu […]
Recipe by Linda -
Bláberja og banana muffins
Bláberja og banana muffins sem þú átt eftir að elska! Muffinskökurnar eru dúna mjúkar, deigið svolítið klístrað og afskaplega ljúffengt. Þær eru ekki of sætar og bláberin gera kökurnar ómótstæðilegar. Þar sem enginn sykur er í deiginu má segja að þessar séu örlítið hollari en aðrar bláberja muffins kökur. Þær eru því fullkomnar fyrir krakkana […]
Recipe by Linda -
Kjúklingur og grænmeti eldað í einu fati
1 klstKjúklingur og grænmeti eldað í einu fati er æðislegur, bragðgóður og fljótlegur réttur. Rétturinn saman stendur af kjúklingabringum, sætum kartöflum, sveppum, rauðlauk, rjóma og rifnum osti. Kjúklingabringurnar eru skornar í tvennt, þvert, svo eldunartíminn er töluvert styttri en ef bringurnar væru ekki skornar þvert. Allt í einu fati er mín allra uppáhalds eldunaraðferð en það […]
Recipe by Linda -
Stór súkkulabitakaka með mjúkri karamellu miðju
45 mínStór súkkulabitakaka með mjúkri karamellu miðju og er borin fram með ís. Súkkulaðibitakakan er í bökuð í pönnu sem gerir endana og botninn á kökunni extra chewie og djúsí, svolítið eins og endar á pönnupizzu. Ekki örvænta þó þú eigir ekki pönnu sem má fara inn í ofn, það er í góðu lagi að baka […]
Recipe by Linda -
Skinku snúðar með djúsí ostafyllingu
2 kistSkinku snúðar með djúsí ostafyllingu sameinar allt það besta úr skinkuhornum og pizzasnúðum. Deigið í snúðunum er mjúkt en ekki of þykkt svo fyllingin er í aðalhlutverki. Fyllingin saman stendur af fullt af rifnum osti, rjómaosti og skinku sem gerir snúðana alveg ferlega djúsí og góða! Það er afskaplega einfalt að útbúa þessa snúða, deigið […]
Recipe by Linda -
Blaut karamellu kaka
3 kistBlaut karamellu kaka sem bráðnar upp í manni og skilur mann eftir í alsælu! Kakan samanstendur af blautum svampbotni sem er drekktur í karamellu sósu og toppuð með silkimjúku og ofur léttu kremi. Kakan er ólík öllum öðrum kökum sem ég hef gert áður og var þessi uppskrift þónokkuð lengi í þróun hjá mér. Fyrirmyndin […]
Recipe by Linda