-
Orkumikið hollt brauð
1 klstÞetta brauð er þétt og orkumikið en á sama tíma virkilega mjúkt og bragðgott. Það sem mér finnst best við þetta brauð er að það er mjög fljótlegt því það þarf ekki að hefast og þarf ekki að nota hrærivél við að búa það til. Hægt er að setja fleiri fræ tegundir í það […]
Recipe by Linda -
Moscow Mule Kokteill
Þessi ferski og góði drykkur er einfaldur að útbúa. Mér finnst Bundaberg engiferölið best, ég einfaldlega helli smá vodka út í það og svo safa úr sítrusávexti að eigin vali. Margir setja lime safa í Moscow Mule en mér finnst jafnvel betra að setja blöndu af appelsínu og sítrónu safa. Endilega notið það sem þið eigið […]
Recipe by Linda -
Bakaðar kartöflur með stökkri og bragðmikilli húð
2 klstÞessar kartöflur eru einstaklega bragðgóðar og gómsætar! Með því að sjóða kartöflurnar fyrst í vatni með salti og matarsóda brotnar niður sterkjan á yfirborðinu sem myndar svo sterkju húð á hverjum kartöflubúti. Þannig að þegar kartöflurnar eru svo bakaðar í ofni myndast stökk og bragðmikil húð, en að innan er kartaflan mjúk og létt. Stökkar […]
Recipe by Linda -
Panna Cotta með saltri karamellu
8 tímarÞessi uppskrift var upphaflega samin fyrir Jólablað Nýtt Líf. Panna Cotta er gósmætur eftirréttur sem maður gerir deginum áður, en mér líkar vel við svoleiðis eftirrétti því þannig losnar maður við allskonar stress sem getur fylgt matreiðslunni. Þessi fágaði eftirréttur hefur áferð eins og silki og bragðast dásamlega. Panna Cotta með saltri karamellu 1 msk bragðlaust […]
Recipe by Linda -
Jóla súkkulaðibörkur
1 klstEinfalt og ljúffengt jólakonfekt sem allir geta gert. Sérstaklega gott að gera þegar maður hefur ekki mikinn tíma til þess að vera dúlla sér í eldhúsinu. Jóla súkkulaðibörkur, uppskrift: 100 g dökkt súkkulaði 150 g hvítt súkkulaði 1 dl bismark (jólastafa) mulningur Aðferð: Setjið heitt vatn í pott og kveikið undir. Setjið skál eða lítinn […]
Recipe by Linda -
Hasselback kartöflur
1 klst og 45 mínHasselback kartöflur eru gott meðlæti með hvaða steik sem er. Vegna þess að skorið er í kartöfluna bakast hún hraðar. Smjöri er stungið ofan í raufarnar og það bráðnar ofan í kartöfluna þannig hún verður mjúk og fluffý. Gott ráð til þess að skera allar raufarnar jafn djúpar (og til að skera kartöfluna ekki í […]
Recipe by Linda -
Heimagerður Graflax
12 klstAlveg frá því ég man eftir mér hefur pabbi minn alltaf keypt graflax á jólunum. Laxinn hefur yfirleitt verið í hádegismatinn á aðfangadag og jóladag, þess vegna finnst mér hann vera órjúfanleg hefð á jólnum. Það er einfaldara en maður heldur að gera sinn eigin graflax. Það er mjög skemmtilegt að gera sína eigin kryddblöndu […]
Recipe by Linda -
Amerísk ostakaka með brownie botni og súkkulaðihjúp
12 tímarMér finnst oft vanta góða eftirrétti sem þarf ekki að gera samdægurs. Það er svo gott að gera eftirrétinn í ró og næði daginn áður eða jafnvel nokkrum dögum áður. Þessi ostakaka er einmitt þannig. Svo þarf ekkert að vera lista bakari til þess að gera þessa köku unaðslega góða og fallega. Súkkulaðihjúpurinn gerir það […]
Recipe by Linda -
Brownie með piparmyntu kringlum og karamellu
40 mínGómsæt súkkulaði brownie sem er hér komin í jólafötin. Hún er toppuð með piparmyntu kringlum og karamellu sósu. Fullkominn eftirréttur á aðventunni. Ef þið finnið ekki piparmyntu kringlur þá getiði notað venjulegar kringlur og brotið bismark jólastafi fínt niður og dreift yfir. Ég mæli sannalega með að þið prófið þessa yfir hátíðarnar! Brownie með piparmyntu […]
Recipe by Linda -
Jóla Döðlugott
2 klstDöðlugott er löngu orðið frægt konfekt. Það er unaðslega gómsætt, það verða hreinlega allir sjúkir í þetta sem smakka. Nú kem ég með jóla útgáfu af þessu góðgæti. Ég bætti út í það jólastöfum (bismark) og súkkulaðihúðuðu lakkrískurli, ásamt því að nota ferskar döðlur. Jóla Döðlugott: 400 g döðlur, ég nota ferskar 250 g […]
Recipe by Linda -
Sinnepsmarineruð kalkúnabringa
12 tímarVið fjölskyldan erum nýjungagjörn þegar kemur að jólamatnum, við höfum til dæmis verið með hreindýr, nautakjöt og kalkún. Mamma mín þróaði þessa uppskrift fyrir mörgum árum en þetta er uppáhalds kalkúnamarineringin mín. Kalkúnninn verður svo bragðmikill og marineringin dregur fram bestu hliðar kalkúnsins. Sinnepsmarineruð kalkúnabringa: 1 kalkúnabringa frá Ísfugl 2 msk Dijon sinnep 1 msk […]
Recipe by Linda -
Ranch kjúklingaréttur úr aðeins þremur hráefnum!
55 mínUppskriftir gerast varla einfaldari en af þessum gómsæta og safaríka ranch kjúklingarétt. En hún inniheldur aðeins þrjú hráefni: kjúkling, ranch sósu og brauðteninga! Ranch kjúklingur, uppskrift: 4 kjúklingabringur 240 ml ranch sósa 5 dl bollar muldir brauðteningar eða bragðgott brauðrasp Aðferð: Kveikið á ofninum og stillið á 200ºC. Byrjið á því að mylja brauðteningana og setjið […]
Recipe by Linda -
Jólakaffi með kanil, rjóma og salt karamellu sósu
Jólakaffi með kanil, rjóma og salt karamellu sósu Í dag kom grein í jólablaði Fréttablaðsins þar sem ég gaf lesendum uppskrift af jólakaffi. Mér finnst mjög gott að kaupa mér jólakaffidrykki á kaffihúsum um jólin en það er líka gaman að geta gert svoleiðis kaffi heima. Ég vil endilega deila uppskriftinni með ykkur hér á […]
Recipe by Linda -
Mexikósk pizza
30 mínSkemmtileg og góð mexíkósk pizza sem tekur mjög stutta stund að útbúa og er virkilega einföld. Ostur, hakk og grænmeti er bakað á milli vefja, þangað til myndast hefur djúsí og æðisleg pizza. Mexikósk pizza, uppskrift: 1 bakki hakk 1 laukur 1 hvítlauksgeiri 1 tsk paprikukrydd 1 tsk þurrkað chilli krydd 1 tsk cumin Salt […]
Recipe by Linda -
Fullkomið bananabrauð
Ég nota mjög mikið af þroskuðum bönunum í að baka og er þá bananabrauðið mitt í miklu uppáhaldi. Ég er núna búin að fullkomna bananabrauðið, það er guðdómlega gott, svo mjúkt og yndislegt, alveg himneskt! Góð leið til að láta banana þroskast hraðar er að setja þá í hýðinu inn í frysti og láta þá […]
Recipe by Linda -
Fljótlegur eftirréttur, oreo og jarðaberja ostakaka
1 klst og 20 mínÞessi uppskrift er fullkomin fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í eldhúsinu eða einfaldlega þá sem vilja gera eitthvað einfalt. Sæta niðursoðna mjólkin gerir kraftaverk hvað varðar áferð á þessari ostaköku, hún er alveg eins og silki! Að sjálfsögðu þá er bara ekki hægt að klikka með jarðaber og oreo sér við […]
Recipe by Linda -
Hollur og bragðgóður avokadó og peru drykkur
3 mínÞó svo að veturinn sé á næsta leiti þá er ekkert betra en ferskir og góðir ávaxtadrykkir, fullir af vítamínum og orku. Þú þarft aðeins 3 hráefni í þennan lúffenga drykk og þú nærð alveg örugglega að gera hann líka undir 3 mínutum. Einfalt, hollt og gott, þannig á lífið að vera! Hollur og bragðgóður […]
Recipe by Linda -
Létt og ljúffeng appelsínukaka
1 klstÞessi kaka er létt, mjúk og ljúffeng avocadó olíu kaka með appelsínubragði. Það er svo auðvelt að útbúa þessa köku að hrærivélin er nánast óþörf. Það er í raun hægt að nota hvaða sítrusávöxt sem er í þessa köku en ég valdi að nota appelsínur. Mér líkar mjög vel við avocadó olíu og því notaði […]
Recipe by Linda -
Hafraorkustykki með hnetusmjöri og þurrkuðum trönuberjum
Það er skemmtilegt að búa til sín eigin orkustykki og þessi uppskrift er einföld og virkilega góð. Ef ykkur finnst hnetusmjör og sulta gott kombó þá eigiði eftir að elska þessi orkustykki! Ég borða almennt mikið af orkustykkjum. Mér finnst bara svo þægilegt að grípa þetta með mér þegar ég er á hraðferð og hef […]
Recipe by Linda -
Einföld og ljúffeng sveppasúpa
1 klstHaustið er yndislegur tími til þess að fá sér gómsæta súpu. Við fögnum einfaldleikanum í þessari súpu með fáum innihaldsefnum og ljúffengu sveppabragði. Einföld og ljúffeng sveppasúpa 900 g sveppir 60 g smjör klípa af salti 1 laukur 1 ½ msk hveiti 2 hvítlauksgeirar 1 lítið búnt timjan 1 líter kjúklingasoð 240 ml vatn 240 ml rjómi salt og […]
Recipe by Linda -
Djúsí og bragðgóðar hakkabollur
30 mínÞessar hakkabollur eru virkilega bragðgóðar og áferðin æðislega “djúsí” og góð. Ég mæli með að þið hellið pastasósunni frá Mezzetta yfir þessar bollur og þá sérstaklega týpunni frá þeim sem inniheldur ristaðan hvítlauk og karamellaðan lauk, namm… hún er svo góð! Ég leyfði stráknum mínum að hjálpa mér við að útbúa þessar bollur og við […]
Recipe by Linda -
Ofnbakaður heill kjúklingur eldaður í einu fati með fullt af grænmeti
1 klst og 15 mínGaldurinn við þennan ofnbakaða kjúkling er að pensla smjöri yfir hann 2x á meðan hann er í ofninum, þannig hellst hann meira “djúsí” og grænmetið verður rosalega gott. Notið endilega það grænmeti sem þið eigið í þennan rétt og setjið eins mikið af því og þið viljið. Ég mæli sterklega með að þið nælið ykkur […]
Recipe by Linda -
Vegan súkkulaðikaka með berjum og þeyttum vegan rjóma
1 klstÞessi yndislega góða kaka inniheldur engar dýraafurðir, hvorki egg né mjókurvörur. Hún er nokkuð ólík venjulegri súkkulaðiköku en miðað við að hún inniheldur hvorki egg né mjólkurvörur þá verð ég að segja að þetta er virkilega góð og vel heppnuð heilsusamleg súkkulaðikaka. Áferðin er þétt og rík af súkkulaði en þó er bragðið ekki of sætt. […]
Recipe by Linda -
Matarmiklar bakaðar grænmetisvefjur
1 klstÞessar grænmetisvefjur eru hollar og æðislega góðar! Það er mjög auðvelt að útbúa þær og taka ekki langan tíma. Vefjurnar voru sko ekki lengi að hverfa af matarborðinu þegar þær voru bornar fram og allir voru vel saddir lengi á eftir vegna þess hve mettandi þær eru. Matarmiklar bakaðar grænmetisvefjur: 2 sætar kartöflur 1 dl brún […]
Recipe by Linda