-
Brownie með kókosbollufyllingu og súkkulaðihjúp
Þessi uppskriftt var samin fyrir Kökublað Vikunnar. Þessi kaka er fullkomin til að hafa í eftirrétt eftir ljúfa máltíð. Klassískur og dásamlega góður brownie botn með himneskri kókosbollu fyllingu sem allir þekkja og elska. Súkkulaðihjúpurinn kórónar þetta allt saman svo og býr til fullkominn grunn að fallegri skreytingu. Endilega leyfið hugmyndafluginu að ráða för þegar […]
Recipe by Linda -
Mjúkt jólabrauð með þurrkuðum berjum og rommi
3 tímar og 30 mínÞetta jólabrauð er fullkomið til að bera fram á morgunverðarhlaðborðið um jólin. Mér finnst best að smyrja það með rjómaosti og jarðaberjasultu en það er líka alveg dásamlegt borið fram með glassúri fyrir þá sem vilja eitthvað sætara. Ég átti mjög erfitt með að gera upp á myndanna sem ég tók af þessu brauði en ég […]
Recipe by Linda -
Lakkrís ostakaka með hvítum súkkulaði hjúp
3 tímaÞessi uppskrift var samin fyrir Kökublað Vikunnar. Þessi lakkrís ostakaka er ættuð af þessari ostaköku sem margir sem lesa síðuna mína þekkja. Ostakakan hennar mömmu er ein af vinsælastu uppskriftunum á síðunni mínni og er það alls ekki af ástæðu lausu, hún er alveg merkilega góð, slær allstaðar í gegn og rosalega auðveld þannig hver sem er […]
Recipe by Linda -
Konfekt kleinuhringir
1 klstÞessi uppskrift var samin fyrir Kökublað Vikunnar. Þessir konfekt kleinuhringir eru hreint út dásamlega góðir. Ef þér finnst kransakaka og lakkrís gott þá ertu í himnaríki með þessum hringjum. Lakkrísbragðið er þó alls ekki ráðandi heldur gefur æðislegan undirtón. Ég valdi að skreyta kleinuhringina með hvítu súkkulaði, grófu lakkrís dufti og brúðarslöri, það er […]
Recipe by Linda -
Einfalt jólaboð í Julefrokost stíl
Ég hélt smá jólaboð fyrir stuttu og tók þannig örlítið forskot á sæluna. Ég væri að plata ef ég segði að þú kæri lesandi hefðir ekki örlítil áhrif á þá ákvörðun að hafa boð svona snemma í ár. Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að reyna finna góðar og þægilegar lausnir af hinum ýmsu hlutum […]
Recipe by Linda -
Karamellubitar í lakkrísdufti
60 mínÞessar karamellur eru ROSALEGAR! Rosalega góðar, einfaldar, sjúklega ávanabindandi og þær allra bestu sem ég hef smakkað (já, það má segja svona þó maður gerir hlutina sjálfur þegar það á virkilega við). Karamellan sjálf er mjúk, seig og bráðnar upp í manni. Það er einfaldara að búa til karamellu en margir halda, það þarf til dæmis ekki […]
Recipe by Linda -
Risalamande eftirréttur
90 mínRisalamande er hefðbundinn danskur eftirréttur sem er vanalega borin fram á jólunum. Það eru margir sem þekkja þennan bragðgóða, ljúfa eftirrétt og tengja hann jafnvel við dásamlegar jólaminningar sem barn. Ég er persónulega ekki alin upp með Risalamande á jólunum en vá hvað mér finnst þetta góður eftirréttur og get vel hugsað mér að taka […]
Recipe by Linda -
Spagetti Bolognese
1 klstAlgjörlega hinn fullkomni þægindamatur! Reyndar er hann í sparigallanum í þessari uppskrift þar sem sósan er gerð frá grunni og örlitlu rauðvíni bætt út í sósuna, það gerir gæfumuninn. Ég gerði þennan rétt á meðan síðan mín lá niðri, það tók heldur betur á taugarnar, að vera í svona óvissu með alla vinnuna sem maður […]
Recipe by Linda -
Piparköku ísskálar
30 minSkemmtileg og jólaleg leið til þess að bera fram hefðbundin vanilluís eða heimatilbúna jólaísinn. Hægt er að nota hvaða piparkökudeig sem er, til dæmis keypt tilbúið! Piparköku ísskálar Piparkökurdeig að eigin vali Muffins álform Vanillu ís eða sá ís sem þig langar í Heit súkkulaðisósa Piparkökur Matarglimmer Aðferð: Fletjið piparkökudeig út, um það bil 0,5 […]
Recipe by Linda -
Lambakjöt í marokkóskri marineringu
5 tímarLambakjöt í marokkóskri marineringu sem dekrar við bragðlaukana. Kjötið verður bragðmikið og ótrúlega bragðgott! Marakóskt Lambakjöt 4 lamba file 1 tsk cumin 1 tsk papriku krydd 3 hvítlauksgeirar 1 tsk kóríanderfræ 1/2 tsk kanill 1/2 tsk engifer 1/2 tsk salt 1/4 tsk garam masala 1/2 tsk oreganó 1/2-1 dl ólífuolía Aðferð: Setjið […]
Recipe by Linda -
Engifer smákökur fylltar með salt karamellu smjörkremi
40 mínFljótleg smáköku uppskrift, bragðgóðar kökur og æðislega fallegar! Margir þessar kökur undir nafninu mömmukökur. Engifer smákökur fylltar með salt karamellu smjörkremi Engifer smákökudeig (uppskrift í bókinni minni Kökur) 250 g smjör 500 g flórsykur 1,5 dl sölt karamella Aðferð: Fletjið deigið út, notið smá hveiti undir svo það festist ekki við borðið. Skerið út 10 […]
Recipe by Linda -
Marsípan bláberjamuffins
40 mínMarsípan bláberjamuffins 115 g smjör 2 dl sykur 2 egg 1 tsk vanilludropar 2 tsk matarsódi 1/4 tsk salt 5 dl hveiti 1 1/2 – 2 dl mjólk 4-5 dl bláber, fersk eða frosin 100 g Marsípan Nokkur fersk bláber sem skraut glassúr 3 dl flórsykur 3 msk rjómi Aðferð: Byrjið á því að hræra […]
Recipe by Linda -
Sætkartöflumús með sykurpúðum
1,5 klstÞegar kemur að meðlæti þá mæli ég svo sannarlega með því að þið prófið þessa sætkartöflumús með bræddum litlum sykurpúðum ofan á. Þetta er svo sannarlega ein sú besta sem til er og fullkomin á veisluborðið. Sæt kartöflumús með sykurpúðum 2 stórar sætar kartöflur salt og pipar 1/2 bolli nýmjólk 4 msk smjör 1 tsk […]
Recipe by Linda -
Auðveldir og fljótlegir veisluréttir fyrir Þakkargjörðarhátíðina
1,5 klstFriendsgiving er aflsappaðri útgáfa af frægu Þakkagjörðar (e. Thanksgiving) hátíðinni. Í staðin fyrir matarboð með fjölskyldunni sem Bandaríkjamönnum finnst oft á tíðum frekar stíf, þá halda þau veislu þar sem vinum er boðið og andrúmsloftið er aflsappaðra. Ég gerði mína útgáfu af Friendsgiving hátíðinni til að gefa ykkur hugmynd um hversu auðvelt það er að […]
Recipe by Linda -
Karamellufylltar súkkulaðibita smákökur
1 klstVelkomin aftur! Þetta var heldur betur dramatísk vika en síðan mín www.lindaben.is lá niðri í meir en viku og það á versta tíma! Núna þegar allir eru að byrja jólabaksturinn er ekki gott að geta ekki nálgast uppskriftir af girnilegum kökum eins og þessum. En allt er gott sem endar vel, og jeminn eini hvað það er gott […]
Recipe by Linda -
Gómsætur saltfiskur eins og þú hefur aldrei smakkað hann áður
35 mínÉg man eftir mér lítilli heima að borða soðinn saltfisk með kartöflum, þó svo að mér hafi alltaf fundist það gott þá, hefur þessi fiskur einhvernveginn dottið í gleymsku og hef ég ekki borðað saltfisk í alltof mörg ár. Mér datt því í hug að prófa að elda saltfisk en að reyna koma honum upp á […]
Recipe by Linda -
Túnfiskasalat með kotasælu og lime
Um daginn ákvað ég að gera túnfiskasalat með kotasælu til þess að hafa það örlítið hollara en yfirleitt gengur og gerist. Salatið er ferskt og virkilega bragðgott. Ég mæli með að þið prófið! Hollt túnfiskasalat með kotasælu og lime 1 dós túnfiskur í vatni 4 egg 2 msk kotasæla 1 msk sýrður rjómi 1 lítill […]
Recipe by Linda -
Turkish pepper bollakökur
Þessar turkish pepper bollakökur eru gjörsamlega trylltar þó ég segi sjálf frá! Kakan sjálf er dúnamjúk og lofmikil, að sjálfsögðu er að finna turkish pepper í kökunni sjálfri, ekki bara kreminu. Ef þú bakar þessar kökur þarftu ekki að hafa áhyggjur af afgöngum, því lofa ég, því þær munu rjúka út hvar sem er! Turkish […]
Recipe by Linda -
Moscow Mule uppskrift og myndband
Einn af mínum uppáhalds drykkjum er Moscow Mule, það er mjög einfalt að gera hann og bragðast virkilega vel. Hefð er fyrir því að bera fram Moscow Mule í kopar glösum enda er það virkilega smart. Uppskriftin hér fyrir neðan er fyrir eitt glas Moscow Mule Fylla glas af klaka 5 cl vodka safi úr ½ […]
Recipe by Linda -
Ostafyllt pasta í bragðmikilli tómatsósu
30 mínFyllt pasta er í alveg mjög miklu uppáhaldi hjá mér og mínu fólki. Það er bara eitthvað við pasta sem lætur manni líða svo vel. Þessi pastaréttur inniheldur mikið af grænmeti, tómatsósan er bragðmikil og leikur vel við ostinn inn í pastanu. Ég vel yfirleitt ferskt pasta fram yfir þurrkað en það er þó að […]
Recipe by Linda -
Fljótlegur og gómsætur vegan karrýréttur
30 mínÞennan grænmetisrétt tekur enga stund að gera og er mjög einfaldur. Innihaldefnin eru þannig að flestir eiga þau til í búrskápnum hjá sér öllum stundum, fyrir utan kóríanderið mögulega en það er gott að eiga í blómapotti heima og rækta það sjálfur. Þessi grænmetisréttur varð alveg óvænt vegan hjá mér sem er aldrei verra. Karrýbragðið nýtur […]
Recipe by Linda -
Dumle nammikaka
2 klstUm daginn varð húsbóndinn á heimilinu 29 ára gamall, Róbert vildi að sjálfsögðu gera köku fyrir pabba sinn og skreyta hana. Við ákváðum að gera dumle nammiköku en hún sló algjörlega í gegn! Kakan er létt, ljúf og kremið gerir hana algjörlega ómótstæðilega. Við ákváðum að skreyta kökuna með daimbitum og lakkrísbitum en að sjálfsögðu […]
Recipe by Linda -
Súkkulaði brauð
1 klst 45 mínSykurlaust Choco-Hazel brauð 250 ml volgt vatn 1 tsk ger 6 dl hveiti 1 tsk salt 1 msk sykur ½ krukka súkkulaðismjör 1 egg Aðferð: Byrjað er á því að setja gerið út í volg vatn og blanda því saman, látið standa í 5-10 mín til að virkja gerið. Setjið hveiti, salt og sykur í […]
Recipe by Linda -
Dásamlega góðir hvítlauks humarhalar
Það er mjög fljótlegt og þægilegt að gera hvítlauks humarhala, það þarf aðeins sex innihaldsefni og tekur um það bil 30 mín að útbúa. Humarhalar eru fullkomnir sem forréttur en það er líka mjög gott að bera þá fram með nautasteik og vera þá með “surf n’ turf” sem flestum þykir æðislega gott! Það er […]
Recipe by Linda